Ian Ladyman blaðamaður hjá Daily Mail húðskammar Pep Guardiola stjóra Manchester City fyrir það að hafa skammað Jack Grealish um helgina.
Eftir markalaust jafntefli gegn Arsenal um helgina gekk Guardiola út á völl og skammaði Grealish fyrir framan alla.
„Hann veður í Grealish, það eru 50 þúsund áhorfendur á vellinum og fólk að horfa í sjónvarpi. Þetta var algjör óþarfi, þetta var leikþáttur,“ segir Ladyman.
„Þetta er fyrir myndavélarnar, þú getur gert þetta inn í klefa. Grealish er heiðarlegur drengur.“
„Grealish hefur átt slæmt tímabil, hann gæti misst af sæti á Evrópumótinu vegna meiðsla og lélegrar spilamennsku.“
„Hann fær þjálfarann beint í andlitið, Grealish virkar brotinn og Guardiola gerir þetta. Ég er ekki sáttur með þetta og líklega er Grealish það ekki.“