Það voru sviptingar í enska boltanum um helgina þegar Liverpool tók toppsætið, Arsenal og Manchester City gerðu jafntefli.
Ofurtölvan geðþekka hefur stokkað spilin sín og telur að Liverpool vinni deildina með 87 stig.
Arsenal menn þurfa að bíta í það súra epli að enda einu stigi á eftir ef marka má Ofurtölvuna.
Manchester City verður svo þremur stigum á eftir Liverpool ef ofurtölvan las vel í spilin sín.
Svona endar þetta allt ef Ofurtölvan var að gera hlutina rétt.