Það eru afar litlar líkur á að Sofyan Amrabat verði áfram hjá Manchester United í sumar.
Amrabat er á láni hjá United frá Fiorentina og er félagið með kaupmöguleika í sumar upp á 25 milljónir evra.
Erik ten Hag, stjóri United, þekkti Amrabat fyrir og fékk hann í sumar en miðjumaðurinn hefur ekki staðið undir væntingum.
Ítalski blaðamaðurinn Rudy Galetti segir að Amrabat muni að öllum líkindum fara aftur til Fiorentina í sumar, þegar lánsdvöl hans hjá United lýkur.