fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
433Sport

Opinbera hver dæmir leik Manchester United og Liverpool – Klopp verður sennilega ekki glaður

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tekur á móti Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag. Búið er að velja dómara á leikinn.

Leikurinn gæti haft mikið að segja í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar en Liverpool er á toppnum sem stendur, rétt á undan Arsenal og Manchester City.

Það verður Anthony Taylor sem dæmir leik United og Liverpool á Old Trafford. Hann og Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hafa eldað grátt silfur saman.

Getty Images

Taylor dæmir gjarnan leiki milli „stóru sex“ liðanna í ensku úrvalsdeildinni og dæmdi hann til að mynda leik City og Arsenal um síðustu helgi.

Klopp er þó ekki alltaf sáttur með hann og baunaði hann á Taylor á síðustu leiktíð eftir brot Bernardo Silva, leikmanns City, á Mohamed Salah. Fór það svo að Taylor gaf Þjóðverjanum rauða spjaldið.

Þá brjálaðist Klopp út í Taylor í tapi Liverpool gegn Arsenal snemma á þessari leiktíð.

Það verður áhugavert að sjá hvað gerist á sunnudaginn. Leikurinn hefst klukkan 14:30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Trent með svakalegt tilboð á borðinu

Trent með svakalegt tilboð á borðinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum
433Sport
Í gær

ÍR skoraði sex gegn Víkingum

ÍR skoraði sex gegn Víkingum
433Sport
Í gær

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“
433Sport
Í gær

Enginn kemst nálægt Salah í launum

Enginn kemst nálægt Salah í launum
433Sport
Í gær

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham