Bayern Munchen hefur nú snúið sér að Roberto De Zerbi í kjölfar þess að ljóst varð að Xabi Alonso yrði áfram hjá Bayer Leverkusen. Times segir frá.
Alonso hafði verið eftirsóttur af Bayern og Liverpool en tilkynnti á dögunum um ákvörðun sína um að vera áfram hjá Leverkusen, þar sem hann er að gera frábæra hluti.
Því er sagt að Bayern snúi sér nú að De Zerbi sem hefur heillað í starfi sínu hjá Brighton. Ruben Amorim hjá Porto er þar á eftir á blaði hjá Bayern. Hann er stjóri Sporting.
De Zerbi hefur einnig verið orðaður við Liverpool, en eins og flestir vita er Jurgen Klopp á förum frá Anfield.