fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
433Sport

Manchester City sættir sig við milljarða tap

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 09:19

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City er búið að sætta sig við að félagið muni tapa hressilega á félagaskiptum Kalvin Phillips.

Phillips gekk í raðir City frá Leeds sumarið 2022 fyrir 42 milljónir punda. Hann var þó aldrei inni í myndinni hjá Pep Guardiola og í janúar á þessu ári var hann lánaður til West Ham út leiktíðina.

Þar hefur ekkert gengið og er Phillips allt annað en vinsæll hjá stuðningsmönnum.

Daily Mail segir nú frá því að City sé reiðubúið að selja Phillips í sumar og átti sig á því að það fái ekkert nálægt þeim 42 milljónum punda sem félagið borgaði fyrir hann.

Samkvæmt frétt breska miðilsins sættir City sig við um 30 milljónir punda fyrir leikmanninn, sem á enn rúm fjögur ár eftir af samningi sínum við félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum vandræðagemsinn passaði sig verulega í sumar: Mætir í ótrúlegu standi – Fékk aðvörun fyrir sumarfríið

Fyrrum vandræðagemsinn passaði sig verulega í sumar: Mætir í ótrúlegu standi – Fékk aðvörun fyrir sumarfríið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Flýgur til London í kvöld og heldur svo til Bandaríkjanna

Flýgur til London í kvöld og heldur svo til Bandaríkjanna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Súrealískt að mæta Ronaldo – „Ég hef fylgst með honum frá því ég var krakki“

Súrealískt að mæta Ronaldo – „Ég hef fylgst með honum frá því ég var krakki“
433Sport
Í gær

Eiginkonan gat ekki setið á sér eftir fréttir gærdagsins – „Aflið ykkur betri upplýsinga“

Eiginkonan gat ekki setið á sér eftir fréttir gærdagsins – „Aflið ykkur betri upplýsinga“
433Sport
Í gær

Albert og fyrrum stjarna Manchester United að verða liðsfélagar?

Albert og fyrrum stjarna Manchester United að verða liðsfélagar?