Víkingar er meistari meistaranna árið 2024 eftir sigur á Vals í vítaspyrnukeppni. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1-1.
Elfar Freyr Helgason varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og Víkingar voru komnir yfir strax á fyrstu mínútu leiksins.
Birkir Már Sævarsson svaraði fyrir gestina með þrumuskoti en bakvörðurinn knái verður fertugur á þessu ári.
Staðan var 1-1 í hálfleik en hvorugu liðinu tókst að skora í seinni hálfleik. Halldór Smári Sigurðsson, leikmaður Víkinga, fékk að líta rauða spjaldið í seinni hálfleik fyrir subbulegt brot.
Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Vals og spilaði fyrri hálfleikinn en þetta var hans fyrsti byrjunarliðsleikur fyrir félagið.
Vítaspyrnukeppnin:
1-1 Nikolaj Hansen klikkaði
1-2 Sigurður Egill Lárusson skoraði
2-2 Matthías Vilhjálmsson skoraði
2-2 Patrick Pedersen klikkaði
3-2 Ari Sigurpálsson skoraði
3-3 Adam Ægir Pálsson skoraði
4-3 Karl Friðleifur Gunnarsson skoraði
4-3 Kristinn Freyr Sigurðsson klikkaði
5-3 Oliver Ekroth skoraði
Meira:
Sjáðu lætin í Víkinni í kvöld – Subbulegt brot Halldórs Smára og margir urðu alveg trylltir