fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Loftslagsbreytingarnar geta valdið risastórum flóðbylgjum á Grænlandi

Pressan
Laugardaginn 6. apríl 2024 15:30

Flóðbylgja að ná landi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 10.000 árum myndaðist tæplega 300 metra há flóðbylgja við Grænland þegar heimsins stærsta skriða féll í sjó fram. Öllu nær okkur í tíma er flóðbylgja sem skall á bæjunum Nuugaatsiaq og Illorsuit í Karratfirði árið 2017. Hús sópuðust á haf út og fjórir létust.

Hættan á að stórar flóðbylgjur skelli á Grænlandi eykst samhliða hlýnandi loftslagi að því er segir í umfjöllun Ingeniøren. Ástæðan er að loftslagsbreytingarnar valda því að Grænlandsjökull hopar og það eykur líkurnar á skriðuföllum úr fjöllum.

Hvergi í heiminum hækkar lofthitinn jafn hratt og á Grænlandi og Norðurskautinu. Frá lokum nítjándu aldar hefur meðalhitinn á Norðurskautinu hækkað um 4 gráður en til samanburðar má nefna að á heimsvísu er hækkunin 1,2 gráður.

Í framtíðinni má reikna með að hlýnunin á Norðurskautinu verði tvöfalt hraðari en á heimsvísu.

Grænlandsjökull og sífrerinn eru einhverskonar steypa sem sjá til þess að jafnvægi helst i fjöllum á Grænlandi. Þegar ísinn bráðnar og jarðvegurinn þornar verða fjöllin óstöðug sem eykur líkurnar á skriðuföllum og þar með flóðbylgjum.

Danska jarðfræðistofnunin segir að sérstaklega mikil hætta sé á skriðuföllum í Vaigasundi á vestanverðu Grænlandi og geti skriður ógnað byggð þar.

Flóðbylgjan í Karratfirði 2017 var 90 metrar þegar hún var hæst en það er ekkert miðað við risaflóðbylgjuna sem myndaðist við Grænland fyrir 10.000 árum. Þá féll 8,4 rúmkílómetra skriða í sjó fram og myndaði 280 metra háa flóðbylgju að því er segir í rannsókn sem Danska jarðfræðistofnunin gerði. Til samanburðar má nefna að Hallgrímskirkja er 74,5 metra há. Flóðbylgjan var því næstum jafnhá og ef fjórum Hallgrímskirkjum væri staflað hverri ofan á aðra. Skriðan sem myndaði flóðbylgjuna er sú stærsta sem vitað er um að hafi fallið á allri jörðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu