fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Lægsta fæðingartíðni sögunnar á Ítalíu

Pressan
Laugardaginn 6. apríl 2024 07:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalir hafa árum saman glímt við fækkun landsmanna vegna lágrar fæðingartíðni og ekki batnaði staðan á síðasta ári. Þá var fæðingatíðnin sú lægsta síðan skráning hófst árið 1800.

Ítalska hagstofan skýrði nýlega frá þessu að sögn dpa. Bráðabirgðaniðurstaða frá hagstofunni sýnir að aðeins 379.000 börn fæddust í landinu á síðasta ári. Þetta var ellefta árið í röð sem fæðingartíðnin lækkaði.

2022 fæddust 393.000 börn í landinu en það var í fyrsta sinn sem færri en 400.000 börn fæddust. Ef horft er aftur til ársins 2008 þá fæddust 557.000 börn.

Til að varpa ljósi á stöðuna þá má geta þess að á síðasta ári fæddust sex börn á móti hverjum ellefu dauðsföllum og því fækkaði landsmönnum. Í árslok voru þeir 58,99 milljónir.

Breytingar hafa einnig orðið á meðalaldri þjóðarinnar en hann er nú 46,6 ár og aldrei hafa fleiri verið 100 ára eða eldri, eða 22.500.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu