fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Þessi lönd eru næst í röðinni hjá Pútín að mati Zelenskyy

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 06:00

Pútín segist vera stoltur af her sínum. Mynd:EPA/Sputnik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa að undanförnu haft uppi aðvörunarorð um að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, muni ekki láta staðar numið við Úkraínu ef Rússum tekst að bera sigur af hólmi í stríðinu þar.

Nýlega ræddi Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS og sagði hann meðal annars að Pútín muni „mjög fljótlega“ ýta stríðinu yfir á yfirráðasvæði NATO ef hann verður ekki stöðvaður í Úkraínu.

Zelenskyy viðurkenndi að úkraínskar hersveitir séu ekki undir það búnar að verjast enn einni sókn Rússa og því hvatti hann Vesturlönd og þá sérstaklega Bandaríkin til að senda fleiri varnarvopn og  fallbyssur og skotfæri til Úkraínu.

Hvað varðar næstu skref Pútíns eftir að hann hefur lokið sér af með Úkraínu sagði Zelenskyy að nú sé það Úkraína sem sé efst á blaði hjá Pútín, næst komi röðin að Kasakstan og síðan Eystrasaltsríkjunum og að þeim loknum sé röðin komin að Póllandi og þar á eftir Þýskalandi. Að minnsta kosti helmingnum af Þýskalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest
Fréttir
Í gær

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“