Jótlandspósturinn skýrir frá þessu og segir að Lego og eignarhaldsfyrirtækið Kirkbi, sem á Lego, hafi fjárfest fyrir sem svarar til um 400 milljóna íslenskra króna í CO2-ryksugu hér á landi. Hún á að draga CO2 úr andrúmsloftinu og þar með koma við sögu við að uppfylla loftslagsmarkmið Lego.
Lego gerði níu ára samning við fyrirtækið Climeworks sem er fyrirtækið á bak við „direct air capture“. Með þessari tækni er CO2 dregið úr andrúmsloftinu og dælt niður í jörðina hér á landi.
Um langtímasamning er að ræða þar sem Lego og Kirbi kaupa þjónustu fyrirtækisins sem er hægt að nota til að mótreikna CO2-losun fyrirtækjanna.