Roy Keane sérfræðingur Sky Sports gefur ekki mikið fyrir Erling Haaland framherja Manchester City og frammistöður hans undanfarið.
Haaland var í feluleik gegn Arsenal í stórleiknum í gær og átti í stökustu vandræðum.
„Leikurinn hans í heild var hreint ömurlegt í dag,“ sagði Roy Keane eftir leik í gær.
„Hvernig hann skilar frá sér bolta, skallar og hvað það er. Fyrir framan markið er hann kannski sá besti í heimi.“
„Hann verður að bæta þessa hluti sem kemur að leiknum og þessu einfalda dóti, þetta á ekki bara við daginn í dag.“
„Hann er stundum eins og leikmaður í þriðju efstu deild, þannig horfi ég á hann. Hann verður að bæta sig og líklega gerist það á næstu árum.“