Davíð Kristján Ólafsson fer af stað með látum í Póllandi en hann samdi við Cracovia þar á dögunum og hefur byrjað vel.
Davíð sem er vinstri bakvörður var keyptur til Cracovia frá Kalmar FF í Svíþjóð þar sem hann hafði spilað vel.
Davíð hefur spilað þrjá leiki í Póllandi, hann skoraði í fyrsta leik og hefur svo lagt upp mörk í hinum leikjunum tveimur.
Bakvörðurinn er 28 ára gamall en hann átti fast sæti í íslenska landsliðshópnum og spilaði vel þegar Arnar Þór Viðarsson var þjálfari liðsins.
Age Hareide hefur hins vegar ekki spilað Davíð eða valið hann í hópinn undanfarið.
👤 Davíð Kristján Ólafsson (f.1995)
🇵🇱 Cracovia
✅ 3 leikir
⚽️ 1 mark
🅰️ 2 stoðsendingar🇮🇸 #Íslendingavaktin #Ekstraklasa #SúPólska pic.twitter.com/ce3eaFXS6g
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) March 30, 2024