fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Fjölmiðill borgaði 150 milljónir til að losa nauðgarann úr fangelsi

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. apríl 2024 11:30

Sanz og Alves þegar allt var í góðu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var fjölmiðlafyrirtæki sem borgaði 1 milljón evra til að losa Daniel Alves úr fangelsi á Spáni.

Í staðinn mun hann fara í viðtal hjá þeim og gerð verður heimildarmynd um mál hans.

Margar sögur hafa verið á kreiki um hver borgaði fyrir Alves en hann þurfti að reiða fram 1 milljón evra til að ganga laus gegn tryggingu.

Spænskir miðlar segja fjölmiðlafyrirtæki í Brasilíu hafa borgað upphæðina gegn því að fá fyrsta viðtalið við Alves um málið.

Alves losnaði úr fangelsi í síðustu viku, nokkrum vikum eftir að hann var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir naugðun.

Alves þurfti að fá 1 milljón evra til að ganga laus gegn tryggingu en hann mátti ekki greiða þá upphæð sjálfur en eigur hans hafa einnig allar verið frystar.

Alves á glæstilegt hús fyrir utan Barcelona og mun búa þar. Alves var fyrir mánuði dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun.

Alves hefur setið í fangelsi í eitt og hálft ár á meðan málið var í rannsókn og er það dregið frá dómi hans.

Hann þarf að mæta fyrir dómara einnu sinni í viku til að staðfesta að hann sé enn í Barcelona, hann má einnig ekki koma nálægt fórnarlambi sínu.

Dómstólar voru ekki einhuga um þessa ákvörðun en Alves nauðgaði konunni á klósetti á skemmtistað undir lok árs 2022 og hafði síðan þá verið í haldi lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Real Madrid er að missa trúna

Real Madrid er að missa trúna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“
433Sport
Í gær

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki