Það var fjölmiðlafyrirtæki sem borgaði 1 milljón evra til að losa Daniel Alves úr fangelsi á Spáni.
Í staðinn mun hann fara í viðtal hjá þeim og gerð verður heimildarmynd um mál hans.
Margar sögur hafa verið á kreiki um hver borgaði fyrir Alves en hann þurfti að reiða fram 1 milljón evra til að ganga laus gegn tryggingu.
Spænskir miðlar segja fjölmiðlafyrirtæki í Brasilíu hafa borgað upphæðina gegn því að fá fyrsta viðtalið við Alves um málið.
Alves losnaði úr fangelsi í síðustu viku, nokkrum vikum eftir að hann var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir naugðun.
Alves þurfti að fá 1 milljón evra til að ganga laus gegn tryggingu en hann mátti ekki greiða þá upphæð sjálfur en eigur hans hafa einnig allar verið frystar.
Alves á glæstilegt hús fyrir utan Barcelona og mun búa þar. Alves var fyrir mánuði dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun.
Alves hefur setið í fangelsi í eitt og hálft ár á meðan málið var í rannsókn og er það dregið frá dómi hans.
Hann þarf að mæta fyrir dómara einnu sinni í viku til að staðfesta að hann sé enn í Barcelona, hann má einnig ekki koma nálægt fórnarlambi sínu.
Dómstólar voru ekki einhuga um þessa ákvörðun en Alves nauðgaði konunni á klósetti á skemmtistað undir lok árs 2022 og hafði síðan þá verið í haldi lögreglu.