Margir stuðningsmenn Brighton eru óhressir með Adam Lallana leikmann liðsins og ummæli hans fyrir tapleikinn gegn Liverpool í gær.
Lallana átti nokkur góð ár hjá Liverpool og fór í viðtal hjá Sky Sports fyrir leikinn þar sem hann byrjaði á bekknum.
„Ég kalla Anfield mitt heimili, héðan á ég frábærar minningar,“ sagði Lallana fyrir leik.
„Þetta verður áskorun fyrir okkur og titilbaráttan er að fara á fullt. Ég vill ólmur að Liverpool vinni deildina og fari langt í öðrum keppnum.“
Lallana tók það svo fram að auðvitað myndi hann vilja vinna í dag en hann kom inn sem varamaður í 1-2 tapinu.
„Við erum í okkar baráttu og viljum ná Evrópu,“ sagði Lallana fyrir leik en margir eru óhressir með ummæli hans.