fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Margir ferðalangar í vandræðum norðanlands

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 31. mars 2024 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir í Húnavatnssýslum og Skagafirði hafa staðið í ströngu í dag við að aðstoða ferðalanga yfir og niður af Vatnsskarði og út Langadal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Mikil hálka er efst í Bólstaðahlíðarbrekku og hafa bílar fokið þar til. Einnig eru dæmi um að bílstjórar hafi ekki treyst sér til að keyra áfram og hefur þá björgunarsveitafólk keyrt bílana niður. Safnað er saman í hópakstur og bílum fylgt niður beggja vegna Vatnsskarðs.

Í tilkynningunni segir ennfremur:

„Björgunarsveitin á Dalvík fór fyrr í dag til aðstoðar fólki sem var á ferð um Árskógsstrandarveg. Talsverður fjöldi ökumanna var í vandræðum þar og eitthvert tjón varð á ökutækjum þegar þau rákust saman.

Aðgerðum þar er að mestu lokið en enn er verið að fylgja ferðalöngum niður af Vatnsskarði bæði austan og vestan megin.

Eins og stendur er þar ekkert ferðaveður og fólk hvatt til að bíða með ferðalög milli landshluta fyrir norðan.“

Meðfylgjandi eru myndir af bílalest sem verið er að fylgja niður af Vatnsskarði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest
Fréttir
Í gær

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“