Jamaal Lascelles fyrirliði Newcastle spilar ekki fótbolta fyrr en á næsta ári, þetta varð ljóst eftir að hann hitti sérfræðing í dag.
Lascelles fór meiddur af velli í sigri á West Ham í gær en strax óttuðust menn það versta.
Það var svo staðfest í morgun að Lascelles er með slitið krossband og spilar hann ekki meiri fótbolta á þessu ári.
Lascelles verður frá í um níu mánuði og getur því komið sér af stað í upphafi næsta árs ef allt gengur vel.
Meiðsli hafa hrjáð leikmenn Newcastle á þessu tímabili og eru meiðsli Lascelles enn eitt áfallið.