fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fókus

Multiverse – Elín Halldórsdóttir með tónleika í Hörpu

Fókus
Sunnudaginn 31. mars 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Halldórsdóttir og hljómsveit hennar stíga á stokk í Kaldalónssal Hörðpu laugardaginn 6. apríl kl. 18.

Þar verða flutt 15 af vinsælustu lögum Elínar. Tónlist hennar mætti skilgreina sem gæðapopp með andlegu ívafi.

Elín hefur samið fjölmörg lög fyrir börn og nokkra söngleiki, meðal annarsd sönglnengin „Ævintýri Sædísar skjaldböku“ sem Menntamálastofnun gaf út.

Tónleikarnir á laugardag eru hins vegar fyrstu einkatónleikar Elínar þar sem hún flytur eigið efni. Er hún þar að bregðast við vaxandi vinsælum laga hennar á streymisveitum, raunar ekki síst erlendis frá.

„Streymi á tónlistinni minni er sívaxandi og nálgast nú milljón á Spotify og er í fjölda landa en mest í USA. Lagið the Multiverse er langmest streymda lag mitt með 150 þús. streymi á Spotify og SOUNDCLOUD. Nokkur laga minna eru m streymi um eða yfir 50 þúsund og mest spilaða lagið mitt þessa dagana er „My Dragon“, sem er kannski ekki að undra á ári viðardrekans skv. kínverskri stjörnuspeki,“ segir Elín í stuttu spjalli við DV.

Yfirskrift tónleikanna er Multiverse. „Það er lag sem fjallar um fjölheiminn og ólíkar víddir og tíðnir og um mátt og megin mannsins sjálfs,“ segir Elín.

Nánar um tónleikana og miðasala, hér.

Tónlist Elínar má heyra hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi Jennifer Aniston trúlofaður 30 ára leikkonu

Fyrrverandi Jennifer Aniston trúlofaður 30 ára leikkonu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íhugaði að hætta að leika eftir fræga bikiníatriðið

Íhugaði að hætta að leika eftir fræga bikiníatriðið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Snerting fær Gullna þumalinn

Snerting fær Gullna þumalinn