Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði og spilaði allan leikinn þegar Ajax vann góðan sigur á PEC Zwolle í hollensku úrvalsdeildinni í dag.
Jordan Henderson var ekki með liði Ajax í dag en Kristian átti góðan leik á miðsvæðinu.
Kristian skoraði fyrsta marki leiksins á tólftu mínútu en Ajax vann 3-1 sigur.
Kristian var ónotaður varamaður í báðum landsleikjum Íslands í síðustu viku en Age Hareide vildi ekki nota hann gegn Ísrael og Úkraínu.
Mark Kristians má sjá hér að neðan.
👤 Kristian Hlynsson (f.2004)
🇳🇱 Ajax
🆚 Zwolle🇮🇸 #Íslendingavaktin pic.twitter.com/jpI1uPZWV8
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) March 31, 2024