Ef marka má fréttir frá Þýskalandi var það ekki bara Liverpool á Englandi sem hafði áhuga á því að ráða Xabi Alonso til starfa.
Alonso hefur látið bæði Liverpool og Bayern vita að hann mæti ekki til starfa í sumar.
Þessi öflugi stjóri ætlar að halda áfram með Bayer Leverkusen en liðið er á barmi þess að verða þýskur meistari.
Fussball Transfers í Þýskalandi segir að Chelsea hafi einnig haft samband og viljað ráða Alonso til starfa í sumar.
Mauricio Pochettino er á sínu fyrsta ári með Chelsea en gengi liðsins hefur verið slakt, hafa menn þar á bæ áhuga á að skoða aðra kosti en þeir eins og aðrir geta gleymt því að fá Alonso í sumar.