Gareth Southgate þjálfari enska landsliðsins var á meðal þeirra sem mætti í afmælisgleði hjá Sir Dave Brailsford á dögunum.
Brailsford er hægri hönd Sir Jim Ratcliffe og er farin að stjórna miklu hjá Manchester United.
Southgate er sterklega orðaður við stjórastarfið hjá United og er sagður líklegur til þess að taka við liðinu í sumar.
Sú staðreynd að Southgate hafi farið í afmæli Brailsford ýtir undir þær sögur.
Þá á Southgate að hafa farið í kvöldverð með Dan Asworth á dögunum en hann er að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá United, eru þeir miklir vinir eftir gott samstarf á árum áður.