Ruben Amorim þjálfari Sporting Lisbon er líklegastur samkvæmt veðbönkum til að taka við Liverpool af Jurgen Klopp í sumar.
Sá þýski er að hætta en nú varð ljóst um helgina að Xabi Alonso tæki ekki við.
Alonso hefur afþakkað boð frá bæði Bayern og Liverpool um að taka við og ætlar að vera áfram með Leverkusen.
Ensk blöð segja í dag að Amorim sé klár í að fara frá Sporting í sumar sem opnar dyrnar fyrir Liverpool.
Jurgen Klopp hefur ákveðið að hætta með liðið eftir farsælan feril á Anfield.