Mohamed Salah, stjörnuleikmaður Liverpool, verður áfram eftirsóttur í Sádi-Arabíu í sumar.
Sádar reyndu hvað þeir gátu að fá Salah síðasta sumar en allt kom fyrir ekki. Nú á Egyptinn aðeins rúmt ár eftir af samningi sínum á Anfield og gæti reynst erfitt fyrir Liverpool að halda honum í sumar.
Ítalski blaðamaðurinn Rudy Galetti segir að sádiarabísku félögin Al-Hilal og Al-Ittihad munu setja aukinn kraft í að reyna að landa Salah á næstu vikum.
Salah er sagður opinn fyrir því að fara til Sádí og ekki ólíklegt að það verði í sumar.
Liverpool þarf þá að finna arftaka hans og nefnir Galetti til að mynda Johan Bakayoko hjá PSV í því samhengi.