fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Höddi Magg segir þessa ákvörðun óskiljanlega – „Það var engin ástæða til“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 30. mars 2024 20:30

Hörður Magnússon. © 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinirnir Hörður Magnússon og Heimir Guðjónsson mættu í nýjasta þátt hlaðvarpsins Chess After Dark. Þar var leikur íslenska karlalandsliðsins gegn Úkraínu að sjálfsögðu tekinn fyrir.

Um var að ræða úrslitaleik um sæti á EM en Ísland vann Ísrael 4-1 í undanúrslitum. Leikurinn gegn Úkraínu tapaðist hins vegar 2-1 þrátt fyrir hetjulega baráttu. Andri Lucas Guðjohnsen byrjaði leikinn en var tekinn út af fyrir Orra Stein Óskarsson eftir rúman klukkutíma. Þetta átti Hörður bágt með að skilja.

„Ég hefði aldrei tekið Andra Lucas út af á móti Úkraínu. Það var engin ástæða til. Hann var búinn að gera frábæra hluti, berjast, standa í návígum, vinna innköst, aukaspyrnur, djöflast í varnarmönnum. Það sem hann var beðinn um,“ sagði hann í þættinum.

„Þetta var óskiljanleg skipting. Staðan var 1-1 og Úkraínumenn ofan á, en mér fannst þetta ekki rétta augnablikið til að gera breytingu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri staðfestir komu Ganverja

Vestri staðfestir komu Ganverja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út
433Sport
Í gær

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing