Bjarni Mark Antonsson Duffield er á leið til Vals samkvæmt Dr. Football.
Miðjumaðurinn er á mála hjá norska B-deildarliðinu Start en hann mun væntanlega koma inn í „sexuna“ hjá Val. Sú staða hefur mikið verið til umræðu.
Dr. Football segir að Bjarni verður kynntur til leiks hjá Val í næstu viku.
Bjarni er uppalinn hjá KA og hefur einnig leikið í sænska boltanum í atvinnumennsku. Hann á að baki þrjá A-landsleiki.
Miðjumaðurinn Bjarni Mark Antonsson Duffield verður leikmaður Vals í næstu viku. Enn einn leikmaðurinn með landsleiki sem Valsmenn fá. Hann kemur frá 1.deildarliði Start í Noregi. pic.twitter.com/VPSwlrVAvL
— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) March 30, 2024