fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

England: Ótrúleg dramatík í hádegisleiknum

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 30. mars 2024 14:39

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreint ótrúlegum hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar á milli Newcastle og West Ham var að ljúka. Þar var mikið um dramatík.

Newcastle komst yfir strax á 6. mínútu með marki Alexander Isak af vítapunktinum. Gestirnir frá London tóku þó við sér og áttu eftir að nýta sénsana sína í fyrri hálfleik. Michail Antonio jafnaði á 21. mínútu áður en Mohammed Kudus kom þeim yfir seint í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Snemma í seinni hálfleik skoraði Jarrod Bowen fyrir West Ham. 1-3 og staðan orðin vænleg fyrir gestina.

Newcastle gafst þó ekki upp og eftir tæpan stundarfjórðung minnkaði Isak muninn, aftur af vítapunktinum en Kalvin Phillips hafði fengið dæmt á sig víti.

Meðbyr var með heimamönnum í kjölfarið og Harvey Barnes jafnaði á 83. mínútu. Dramatíkinni var ekki lokið. Barnes skoraði fjórða mark Newcastle á 90. mínútu og reyndist það sigurmarkið. 4-3.

Newcastle þurfti að vísu að verjast manni færri síðustu mínútur uppbótartímans þar sem Anthony Gordon fékk sitt annað gula spjald. Það kom ekki að sök.

Newcastle er í áttunda sæti deildarinnar, nú aðeins stigi á eftir West Ham sem er sæti ofar og búið með leik meira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Real Madrid er að missa trúna

Real Madrid er að missa trúna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“
433Sport
Í gær

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki