Boltastrákur á heimavelli Newcastle neitaði að standa upp úr sæti sínu til að gera Mohammed Kudus, leikmanni West Ham, kleift að fagna marki sínu í dag.
Newcastle og West Ham eigast nú við í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar og þegar um stundarfjórðungur er eftir leiða gestirnir frá Lundúnum 1-3.
Kudus skoraði annað mark West Ham og kom liðinu í 1-2. Hann ætlaði að fagna eins og hann hefur áður gert á þessari leiktíð, með því að setjast í sæti boltastráksins.
Boltastrákurinn á St James’ Park hafði hins vegar engan áhuga á að standa upp.
Sjón er sögu ríkari. Myndband af þessu er hér að neðan.
Maximum respect to that Newcastle ballboy for refusing to give up his seat to Mohammed Kudus for his celebration 😂 #NUFC pic.twitter.com/K4VJxZypZt
— Max Pollard (@MaxPollard92) March 30, 2024