Ítalska sjónvarpskonan Diletta Leotta vill að kærasti sinn, Loris Karius, fari frá enska liðinu Newcastle af einfaldri ástæðu.
Leotta og Karius, sem er fyrrum markvörður Liverpool, hafa verið saman síðan 2022. Karius býr hins vegar í Norður-Englandi og Leotta í Mílanó á Ítalíu.
„Það væri betra fyrir okkur ef hann væri nær Mílanó. Ég er alltaf að segja honum að leikmenn sem koma til Ítalíu verða ástfangnir af landinu og enda oft á að vera hér að eilífu. Ég held að það gæti hent hann einnig,“ segir Leotta.
„Það er mjög óhentugt að hann sé í Newcastle því það eru engin bein flug. Hann gæti komið til Monza eða einhvers liðs á Ítalíu.“
Karius er samningsbundinn Newcastle fram á sumar svo það er spurning hvað hann gerir eftir það.