fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Vill að kærastinn hætti í vinnunni – Ástæðan vekur athygli

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 30. mars 2024 18:00

Diletta Leotta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalska sjónvarpskonan Diletta Leotta vill að kærasti sinn, Loris Karius, fari frá enska liðinu Newcastle af einfaldri ástæðu.

Leotta og Karius, sem er fyrrum markvörður Liverpool, hafa verið saman síðan 2022. Karius býr hins vegar í Norður-Englandi og Leotta í Mílanó á Ítalíu.

„Það væri betra fyrir okkur ef hann væri nær Mílanó. Ég er alltaf að segja honum að leikmenn sem koma til Ítalíu verða ástfangnir af landinu og enda oft á að vera hér að eilífu. Ég held að það gæti hent hann einnig,“ segir Leotta.

Karius í leik með Liverpool.

„Það er mjög óhentugt að hann sé í Newcastle því það eru engin bein flug. Hann gæti komið til Monza eða einhvers liðs á Ítalíu.“

Karius er samningsbundinn Newcastle fram á sumar svo það er spurning hvað hann gerir eftir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“