fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Vinur Haaland og Ödegaard tjáir sig um samband þeirra fyrir stórleik morgundagsins – „Þetta var furðulegt til að byrja með“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 30. mars 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sander Berge, leikmaður Burnley og norska landsliðsins, segir að Martin Ödegaard og Erling Braut Haaland séu perluvinir. Það verði hins vegar ekkert gefið eftir þegar félagslið þeirra mætast á morgun.

Manchester City með Haaland innanborðs tekur á móti Ödegaard og hans félögum í Arsenal á morgun. Um er að ræða leik sem gæti reynst afar þýðingarmikill í titilbaráttunni.

Berge, Haaland og Ödegaard eru liðsfélagara í norska landsliðinu og allir miklir vinir.

„Það er frábært að tveir af mínum nánustu vinum séu að spila risastórt hlutverk í tveimur af stærstu félögum heims,“ segir Berge.

„Eftir að Erling fór til City og Martin var hjá Arsenal fyrir veltum við því fyrir okkur hvernig þetta myndi fara þeirra á milli. Þetta var furðulegt til að byrja með því þeir voru í harðri baráttu með félagsliðum sínum gegn hvorum öðrum.

Nú eru allir vanari því að Erling sé að raða inn mörkum fyrir City og að Martin sé að skora fyrir Arsenal, þar sem hann er fyrirliði.“

Á morgun verður þó allt lagt í sölurnar.

„Þeir eru sannarlega mjög góðir vinir, eins og við allir. Þeim finnst bara gaman að spila á móti hvorum öðrum. Þeir vilja báðir vinna en þeir bera gríðarlega virðingu fyrir hvorum öðrum,“ segir Berge.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Greindist með sjúkdóm og þurfti að læra að labba á nýjan leik – Segir frá bataferlinu

Greindist með sjúkdóm og þurfti að læra að labba á nýjan leik – Segir frá bataferlinu