Bayern Munchen er í viðræðum við Julian Nagelsmann um hugsanlega endurkomu hans til félagsins.
Það er Bild sem greinir frá þessu en Bayern leitar að stjóra til að taka við af Thomas Tuchel í sumar.
Félagið var með Xabi Alonso efstan á blaði en hann tilkynnti í gær að hann ætlaði sér að vera áfram hjá Bayer Leverkusen. Liverpool hafði einnig haft augastað á Spánverjanum.
Bayern skoðar því aðrar leiðir og er komið í viðræður við fulltrúa Nagelsmann.
Nagelsmann stýrir í dag þýska landsliðinu en hann var rekinn frá Bayern í fyrra.
True✅ According to our Information Max Eberl, Head of Sport @FCBayern, had already contact to the Management of Julian Nagelsmann. A Comeback of Nagelsmann at Bayern is imaginable @BILD_Sport @altobelli13
— Christian Falk (@cfbayern) March 29, 2024