Það er ekkert nýtt að sjónvarpskonan Emma Jones, sem fjallar um íþróttir hjá BBC, verði fyrir áreiti á netinu. Hún deildi skilaboðum frá einum perranum á dögunum.
„Mig langar svo að halda utan um risastóru brjóstin þín,“ sendi einn netverji á Jones á dögunum, en slíkt er ekki nýtt af nálinni.
Meira
Birtir ógeðfelld skilaboð sem hún þarf að þola – „Ég er viss um að nærbuxurnar þínar lykta vel“
Tveimur dögum seinna sendi sami einstaklingur skilaboð á ný. „Gerðu það,“ skrifaði hann.
Jones á létt með að sjá gamanið í þessu öllu saman. „Hann kom aftur tveimur dögum seinna,“ skrifaði hún og opinberaði skilaboðin. Með fylgdu hlæjandi tákn (e. emoji).