Nokkrir stjórar hafa verið orðaðir við stjórastarfið hjá Manchester United undanfarið en það truflar núverandi stjóra, Erik ten Hag, ekki neitt.
Ekki er ljóst hvað verður um Ten Hag í sumar en Sir Jim Ratcliffe og INEOS hafa tekið við fótboltahlið United.
„Mér er alveg sama. Ég einbeiti mér bara að því að bæta liðið,“ sagði Ten Hag um orðrómana.
„Það eru alltaf læti í kringum Manchester United, hvort sem það eru leikmenn eða þjálfarar. Það er alltaf eitthvað í gangi,“ sagði hollenski stjórinn enn fremur.
United er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og mætir Brentford í sínum næsta leik klukkan 20 í kvöld.