Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur staðfest það að félaginu hafi mistekist að fá miðjumanninn Declan Rice í sumar.
Rice gekk í raðir Arsenal frá West Ham en Guardiola staðfestir það að meistararnir hafi sýnt honum áhuga á sama tíma.
Þessi tvö lið mætast einmitt um helgina í titilslag en flautað verður til leiks á sunnudaginn.
Rice hefur gert flotta hluti eftir að hafa samið við Arsenal og var ofarlega á lista City fyrir þetta tímabil.
,,Það eru þónokkrir leikmenn sem við vildum fá en þeir ákváðu að koma ekki,“ sagði Guardiola.
,,Rice er ekki sá eini sem vildi ekki koma til okkar, listinn er langur. Þeir annað hvort vilja ekki koma eða þetta tengist verðinu, svo við gátum ekki fengið þetta í gegn.“