Víkingur mun klæðast svartri treyju á keppnistímabilinu í sumar en þetta staðfesti félagið nú í dag.
Treyjan er svört með þunnum rauðum röndum og er því allt öðruvísi en treyjan sem Víkingur notaði í fyrra.
Halldór Smári Sigurðsson, leikmaður Víkings og Bergur Guðnason sáu um að hanna treyjurnar.
Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem Víkingur klæðist treyju sem er að meirihluta svört.
Myndir af treyjunni má sjá hér.