fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Leikarinn Louis Gossett Jr. er látinn

Fókus
Föstudaginn 29. mars 2024 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Louis Gossett Jr. er látinn 87 ára að aldri. Gossett var fyrsti svarti maðurinn til að vinna Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki.

Frændi leikarans, Neal L. Gossett greindi AP fréttastofunni frá andlátinu. Leikarinn lést á heimili sínu á fimmtudag, en ekki hefur verið greint frá dánarorsök.

Neal minnist frænda síns sem manns sem gekk með goðsögninni Nelson Mandela. Manni sem sagði frábæra brandara og manni sem barðist gegn kynþáttafordómum með höfuðið hátt og húmorinn að vopni.

„Ekki hugsa um verðlaunin, ekki hugsa um glamúrinn og sviðsljósið, Rolls-Roycesinn og stóru húsin í Malibu. Saga Louis er í kjarnan saga manngæsku fólksins sem hann barðist fyrir.“

Louis Gossett lýsti gjarnan ferli sínum sem öfugri Öskubuskusögu. Velgengnin fann hann þegar hann var ungur að aldri og leiddi hann að frægasta hlutverki sínu í myndinni An Officer and a Gentleman sem landaði honum Óskarsverðlaunum. Gossett var vinur James Dean og lærði leiklist samhliða Marilyn Monroe, Martin Landau og Steve McWueen.

Hann átti einnig mörg hlutverk á Broadway að baki sem hann hlaut mikið lof fyrir.

Í æviminningum sínum greindi hann frá ítrekuðum tilvikum þar sem lögregla hafði afskipti af honum bara út af húðlit hans. Afsökunin var gjarnan að Gossett svipaði til manna sem lögregla leitaði að, nokkuð sem Gossett taldi ljóst að hafi verið vísan til þess að þeir leituðu að svörtum sakborning og hann var sjálfur svartur. Líkindin hafi ekki þurft að vera meiri í augum lögreglu.

Árið 1969 var hann að djamma með hljómsveitinni Mamas and the Papas og var þeim boðið í partý hjá leikkonunni Sharon Tate. Gossett ákvað fyrst að skreppa heim í sturtu og skipta um föt. Þegar hann ætlaði svo að leggja að stað í partýið sá hann í sjónvarpinu að fylgjendur Charles Manson hefðu myrt Sharon og fleiri. Hann skrifaði í æviminningum sínum að æðri máttur hafi bjargað honum þetta kvöld og fyrir því hlyti að vera ástæða. Hann leit á þetta sem skilaboð um að helga líf sitt baráttu gegn fordómum og til að láta gott að sér leiða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Í gær

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn