Xabi Alonso hefur staðfest það að hann sé ekki á förum frá Bayer Leverkusen í sumar og mun þjálfa liðið næsta vetur.
,,Ég hef ákveðið að halda áfram sem aðalþjálfari Bayer Leverkusen. Þetta er réttur staður fyrir mig til að þróa minn feril sem þjálfari,“ segir Alonso á blaðamannafundi í dag.
Það er blaðamaðurinn Florian Plettenberg sem birtir þessi ummæli en Alonso er gríðarlega eftirsóttur.
Real Madrid, Liverpool og Bayern Munchen hafa öll verið orðuð við Spánverjann sem lék með þessum liðum sem leikmaður.
Ljóst er að Alonso mun ekki taka við öðru liði eftir tímabilið en allt stefnir í að hann muni vinna deildina með Leverkusen í sumar.
‼️ Xabi #Alonso confirms that he will stay @bayer04fussball!
„I made my decision to continue to be the coach of Bayer Leverkusen. I feel this is the right place for me to be and to develop as a coach!“ 🇪🇸 https://t.co/JK80kGGDo9
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) March 29, 2024