fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Týndi skíðunum sínum í umferðinni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. mars 2024 12:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður varð fyrir því óláni að skíðin hans féllu af bíl hans og leitaði hann til lögreglu. Ótrúlega vel gekk að endurheimta skíðin.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þar segir:

„Páskarnir fóru ekki vel af stað hjá borgaranum sem týndi skíðunum sínum í umferðinni í gær. Sá var miður sín og leitaði því til lögreglunnar um aðstoð. Fengnar voru upplýsingar um hvar líklegast var að skíðin hefðu dottið af bifreið viðkomandi og síðan var haldið af stað til leitar. Hún gekk ótrúlega vel fyrir sig og fundust skíðin óskemmd við eina fjölförnustu umferðargötu landsins. Í framhaldinu var þeim komið aftur í réttar hendur, en síðast þegar við vissum var eigandinn kominn með skíðin sín norður í land. Þar er hinn sami væntanlega sæll og glaður að skíða í brekkunum sér til ánægju og yndis.

Þótt hér hafi allt farið vel, og hvorki hlotist af slys eða skemmdir, minnum við samt alla ferðalanga á að ganga tryggilega frá þeim búnaði sem ferðast er með svo ekkert af honum týnist nú í umferðinni eða annars staðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“