fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Umboðsmaðurinn bálreiður og fékk nú svar frá félaginu – ,,Ég get ekki beðið fram á Jóladag“

Victor Pálsson
Föstudaginn 29. mars 2024 18:00

Alphonso Davies. Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Max Eberl, yfirmaður knattspyrnumála Bayern Munchen, hefur svarað umboðsmanni bakvarðarins Alphonso Davies.

Umboðsmaður Davies tjáði sig opinberlega í vikunni og vill meina að Bayern sé að koma illa fram við sinn mann.

Davies er sterklega orðaður við Real Madrid þessa dagana en hann verður samningslaus á næsta ári.

Bayern er búið að bjóða Davies nýjan samning en sá kanadíski ku vera ansi óánægður með það tilboð.

Bayern heimtar að Davies gefi liðinu svar strax í næsta mánuði eða þá koma með tilboð frá öðru félagi sem hægt er að samþykkja.

Það finnst umboðsmanni Davies ósanngjörn meðferð en hann vildi fá sumarið til að taka ákvörðun um eigin framtíð.

,,Að okkar mati höfum við boðið honum sanngjarnt og rétt samningstilboð,“ sagði Eberl í samtali við Sky Germany.

,,Á einhverjum tímapunkti þarftu að segja já eða nei, þannig er staðan. Ég get ekki beðið fram á Jóladag. Það er eðlilegt að þurfa að taka ákvörðun, hvort sem það sé Alphonso Davies eða annar leikmaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sancho elskar lífið hjá Chelsea

Sancho elskar lífið hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
433Sport
Í gær

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara
433Sport
Í gær

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“