Manchester United gæti bætt við sig óvæntu nafni í sumar ef marka má spænska miðilinn Relevo.
Samkvæmt Relevo er United að horfa til Real Madrid og á framherjann Joselu vegna reynslu hans í ensku úrvalsdeildinni.
Joselu er 34 ára gamall en hann lék með Stoke frá 2015 til 2017 og svo Newcastle frá 2017 til 2019.
Í dag spilar Joselu með Real Madrid en er á láni hjá félaginu frá Espanyol í sama landi.
Joselu verður líklega ekki keyptur í sumar en hann hefur skorað 14 mörk í 38 leikjum á tímabilinu hingað til.
Hann á einnig að baki tíu landsleiki fyrir Spán og hefur í þeim skorað fimm mörk.