Todd Boehly mun stíga til hliðar sem stjórnarformaður Chelsea árið 2027 en frá þessu er greint í dag.
Bandaríkjamaðurinn er einn af eigendum Chelsea og í raun andlit félagsins opinbelrega en hann á 38,5 hlut í félaginu ásamtg Hansjorg Wyss og Mark Walter.
61,5 prósent af Chelsea er þó í eigu Clearlake Capital sem er undir stjórn þeirra Behdad Eghbali og Jose E. Feliciano.
Eigendur félagins eiga rétt á því að breyta um stjórnarformann á fimm ára fresti ætla þeir að nýta sér þann möguleika.
Boehly er sjálfur ekki vinsæll á Stamford Bridge en hann ku ekki vita mikið um íþróttina og hvað þá um félagið.
Óvíst er hver mun taka við af Boehly en Eghbali og Feliciano gætu tekið við starfinu sjálfir eða tilnefnt þriðja aðila.