Xavi, stjóri Barcelona, hefur ákveðið að kæra blaðamanninn Manuel Jabois sem starfar fyrir El Pais á Spáni.
Það er Marca sem fullyrðir þessar fréttir en Xavi er gríðarlega ósáttur með ummæli sem Jabois lét falla í þættinum El Larguero.
Jabois sagði þar að Xavi hafi haft beint samband við sig og ásakar stjörnuna um að hafa sent sér gróf og dónaleg skilaboð.
,,Þetta var Xavi en ég ætla ekki að segja ykkur hvað hann sagði því þetta var okkar á milli,“ sagði Jabois.
,,Þetta var sent í gegnum skilaboð og skilaboðin voru dónaleg. Hann vildi ekki segja neitt opinberlega og það er allt saman.“
Xavi er gríðarlega ósáttur með þessi ummæli og harðneitar því að hafa haft samband við Jabois.
Lögfræðiteymi Xavi segir að ekkert sé til í þessum sögusögnum og að Xavi sé með enga leið til að hafa beint samband við blaðamanninn.