Chris Wilder, þjálfari Sheffield United, hefur sagt miðjumanninum Vini Souza að þegja og svara fyrir sig á vellinum frekar en í fjölmiðlum.
Souza er 24 ára gamall en hann var ekki valinn í nýjasta landsliðshóp Brasilíu og kennir slæmu gengi Sheffield á tímabilinu um það.
Souza vill meina að spilamennska Sheffield sé heldur ekki að hjálpa en liðið á erfitt með að halda í boltann í sínum leikjum.
Wilder var ekki ánægður með þessi ummæli Souza sem kom til félagsins frá Lommel í Belgíu í fyrra.
,,Leikmennirnir þurfa að tala á vellinum. Það þýðir ekki að tjá sig í fjölmiðlum eða í öðrum viðtölum,“ sagði Wilder.
,,Hann var ekki með í síðasta leik vegna frammistöðunnar í 6-0 tapi gegn Arsenal umferðinni áður.“
,,Ef Vini nær að sýna stöðugleika þá mun hann fá það hrós sem hann á skilið.“