Arnór Sigurðsson mun ekki spila meira á þessu tímabili en þetta hefur þjálfari Blackburn staðfest.
Arnór meiddist nýlega í landsliðsverkefni Íslands er liðið spilaði gegn Ísrael í 4-1 sigri.
John Eustace, þjálfari Blackburn, hefur nú greint frá því að meiðslin séu nokkuð alvarleg og spilar Arnór ekki meira á leiktíðinni.
Landsliðsmaðurinn spilar stórt hlutverk hjá Blackburn og eru þetta því vondar fréttir fyrir félagið.
JE confirms that Arnor Sigurdsson is out for the season following international duty injury. John Buckley scan on ankle injury isn’t serious. JRC & Hayden Carter back in contention.#rovers #BBCFootball @BBCLancsSport pic.twitter.com/ASfIaaGYfG
— Andy Bayes (@AndyBayes) March 27, 2024