Alan Pardew, fyrrum þjálfari Newcastle, hefur áhyggjur af miðjumanninum Jude Bellingham fyrir EM í sumar.
Pardew telur að þráður Bellingham sé aðeins of stuttur og að hann gæti vel misst hausinn á sínu fyrsta stórmóti.
Um er að ræða einn besta leikmann heims um þessar mundir en Bellingham er á mála hjá Real Madrid.
England mun þurfa að treysta á Bellingham í Þýskalandi í sumar en hann er enn aðeins 20 ára gamall.
,,Hann er gríðarlega hæfileikaríkur en er með tökin á að bjóða upp á barnalega hegðun og kemur sér í vandræði,“ sagði Pardew.
,,Ég vona að það gerist ekki á þessu stórmóti því ég tel að hann verði mjög, mjög mikilvægur fyrir liðið.“