Manchester City er búið að semja við ‘mest spennandi 14 ára strák í heimi’ samkvæmt the Athletic.
Um er að ræða strák að nafni Cavan Sullivan en hann er á mála hjá Philadelphia Union í Bandaríkjunum.
Það er þó langt í að Sullivan gangi í raðir City en hann verður hjá Union næstu fjögur árin.
Samningar hafa náðst á milli félagana og leikmannsins en hann mun halda áfram að spila í heimalandinu þar til hann verður 18 ára gamall.
Sullivan kemur frá Bandaríkjunum og er sagður vera mest spennandi 14 ára gamli leikmaður í heimi.
Sullivan leikur á miðjunni og er einnig með þýskan ríkisborgararétt.