Manchester United er að undirbúa leikmannakaup í sumar og gerir það með þjálfara sínum, Erik ten Hag.
Ten Hag hefur sitt að segja um hvaða leikmenn myndu henta liðinu en Sky Sports greinir frá.
Þessar fréttir gætu komið á óvart en margir búast við að Hollendingurinn fái sparkið eftir að tímabilinu lýkur.
Sky segir þó að United sé nú þegar byrjað að skoða leikmenn og fær Ten Hag að taka þátt í því ferli fyrir næstu leiktíð.
Það myndi kosta sitt að reka Ten Hag en talið er að United þyrfti að borga um 15 milljónir punda fyrir hans samning.
Engin nöfn eru nefnd að þessu sinni en leikmennirnir sem Ten Hag hefur fengið inn hingað til hafa ekki allir skilað sínu.