fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Stjörnur landsins spá í spilin fyrir ‘einvígi aldarinnar’ á morgun: Hver hefur betur? – ,,Hann hefur ekki taugarnar í þetta“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 27. mars 2024 20:39

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnuáhugamenn og skákáhugamenn ættu að taka Skírdag frá.

Heimir Guðjónsson, einn allra fremsti þjálfari Íslands í knattspyrnu og núverandi þjálfari FH, og Hörður Magnússon, betur þekktur sem Höddi Magg, fyrrverandi knattspyrnumaður og ástkærasti lýsir landsins, mætast í epísku hraðskákeinvígi á 220 BAR á Skírdag (28. Mars) kl 20.00

Viðburðurinn er haldinn af Chess After Dark en hugmyndin að einvíginu kom eftir að þáttastjórnendur Chess After Dark héldu „Blush mótið“ haustið 2022 en þar mættust Heimir Guðjónsson og Hörður Magnússon í mótinu þar sem Heimir hafði sigur.

Þeir félagar eru báðir afbragðsskákmenn og eru álíka sterkir svo einvígið ætti að vera mjög jafnt og spennandi.

Heimir Guðjónsson er í dag þjálfari FH liðsins og Hörður Magnússon starfar sem sjálfstæður lýsandi.

Chess After Dark fékk margar af stjörnum landsins til að spá í spilin en þeirra spá má sjá hér fyrir neðan.

Hörður Snævar Jónsson:
“Heimir Guðjónsson mun hafa betur 7-3, Heimir er refur af gamla skólanum sem mun ná að komast inn í hausinn á Liverpool manninum geðþekka snemma í einvíginu.
Þegar líða fer á keppnina nær Heimir að taka Hödda úr sambandi og labbar með stóra titilinn heim”

Arnór Sigurðsson:
“Þetta verður jafnt. King Höddi Magg tekur þetta, Heimir er sigurstranglegri fyrir leik en menn mega ekki vanmeta Hödda, það boðar aldrei gott”.

Jón Dagur Þorsteinsson:
“Heimir Guðjóns tekur þetta því miður fyrir Hödda þá tapar hann þessu og Liverpool vinnur ekkert næstu 27 árin”.

Helgi Sigurðsson:
“6-4 fyrir Heimi”

Hjörvar Hafliðason (Doc):
“Hörður easy win. Hann hugsar 90 leiki fram í tímann í lífinu og í skákinni”.

Egill Einarsson (Gillz):
“Höddi er stemmingsmaður og mun mæta í góðum gír og lítur á þetta sem samblöndu af entertainment og keppni.
Meðan Heimir fer einungis í þetta til að vinna enda af gamla skólanum.
Heimir lokar þessu”.

Hjálmar Örn Jóhannsson(Hjammi):
“Þetta verður tight. Báðir þekkja hvorn annan inn og út.
Einvígið fer 5-5 og þeir gera líka jafntefli í úrslitaskákinni”

Hákon Rafn Valdimarsson:
“Heimir vinnur – hann er þekktur fyrir að vinna”.

Guðmundur Þórarinsson:
“Heimir tekur þetta 6-4.
Hann hefur meiri tilfinningastjórn en Höddi og mun komast undir skinnið á honum að lokum”.

Arnar Grétarsson:
“Heimir Guðjóns tekur þetta 6-4”.

Freyr Alexandersson:
“Leiðinlegt fyrir kónginn í Krikanum að heyra – en ég trúi því að markvarða hrellirinn taki þetta eftir maraþon rimmu”.

Jóhann Berg Guðmundsson:
“Minn maður Heimir Guðjóns er alltaf að fara taka þetta”.

Willum Þór Willumsson:
“6-4 fyrir Heimi Guðjóns”

Rúnar Kristinsson:
“Heimir vinnur 7-3”

Rúnar Alex Rúnarsson:
“Ég held að Heimir taki sömu þjálfara taktík og hann hefur oft tekið í gegnum árin, leyfir Hödda að vinna fyrstu skákirnar nokkuð auðveldlega til að gefa honum sjálfstraust og halda að þetta verði “walk in the park”, þetta gerir það að verkum að Höddi missir einbeitinguna og þá mætir Heimir í seinni bylgjuna og klárar þetta með stæl”.

Kristján Óli Sigurðsson(Höfðinginn):
“6-4 fyrir Hödda Magg”

Siggi Höskuldsson:
“5.5 – 4.5 fyrir Heimi Guðjóns.
HG þekkir það aðeins betur að vinna titla en Höddi”

Halldór Árnason:
“Ég hitti Heimi í gær. Hann var sannfærður um að hann myndi vinna og var með plan.
Ég þarf bara að trúa honum”.

Mikael Nikulásson:
“6-4 fyrir Heimi. Höddi hefur ekki taugarnar í þetta því miður”.

Arnar Gunnlaugsson:
“Hómerinn vinnur. Kvartar um grófan leik Hödda og tekur hann á taugum”.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur