Vængmaðurinn Antony er ákveðinn í að klára tímabilið vel með Manchester United eftir mikla erfiðleika í vetur.
Þetta kemur fram í Daily Mail en samkvæmt miðlinum fór Antony einn í einkaþotu til Portúgals í landsleikjahlénu.
Antony var ekki valinn í brasilíska landsliðshópinn að þessu sinni og nýtti tímann vel til að’ koma sér í betra stand.
Samkvæmt Mail þá ferðaðist Antony til Madeiraq í Portúgal og vinnur þar með einkaþjálfaranum Joao Pedro Silva.
Antony átti flotta innkomu í síðasta leik United er hann skoraði í 4-3 sigri á Liverpool í bikarnum.