fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Höfuð Kardashianættarinnar segist ekki geta eytt tíma með hverju barnabarni fyrir sig – Ástæðan er skondin

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 28. mars 2024 21:00

Kris Jenner

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kris Jenner hefur opinberað hvers vegna hún getur ekki dekrað við barnabörnin sín eitt í einu í gæðastund með henni, en nýlega sagðist hún hafa gert „mistök“ með því að fara með elsta barnabarninu, Mason 14 ára, í kvöldmat.

Jenner sem er 68 ára, á sex börn og 13 barnabörn á aldrinum fjögurra mánaða til 14 ára. Næstyngsta dóttirin, Kendall Jenner, á ekki börn og er líklegt að barnabörnum Jenner muni fjölga.

Jenner sagði að hún væri fælin frá því að reyna að „kynnast í alvöru“ öllum barnabörnunum þar sem hún sagði í gríni að það myndi taka hana hálfan mánuð og skilja hana eftir blanka, en hún er metin á 200 milljónir dala.

„Ég segi oft við sjálfa mig að ég ætti í raun að vera amman sem fer með barnabarnið sitt í mat, eins og einu sinni í mánuði,“ sagði hún á viðburði tímaritsins Los Angeles Magazine, The L.A. Woman Luncheon.

„Eins og virkilega að kynnast barnabarninu þínu og sjá hvað er að gerast í skólanum hjá því og svoleiðis. Og ég hugsaði að ef ég myndi gera það myndi það taka hálfan mánuð, bara að fara út að borða með barnabörnunum mínum. Og ég var bara, nei ætla ekki að gera það. Þau eru ekki að fá mig til þess.“

Jenner sagðist hafa tekið þessa ákvörðun eftir að hafa nýlega tekið elsta barnabarnið, Mason, 14 ára, út í kvöldverð. Þar endaði hún með að lofa að kaupa handa honum bíl ef hann forðaðist drykkju og eiturlyf til 16 ára aldurs.

„Ég held að ég hafi gert smá mistök því ég fór með Mason út að borða og ég var í mjög góðu skapi,“ rifjaði hún upp. „Ég fékk mér líklega vodka eða eitthvað, ég var allavega ekki að keyra. En við hittumst um kvöldmatarleytið vegna þess að honum finnst gaman að fara og borða sushi og ég var bara: „Heyrðu ef þú drekkur ekki eða dópar ekki fyrr en þú ert sextán ára, og þú getur sannað það, þú veist með prófi og slíku, þá skal ég kaupa handa þér bíl fyrir sextán ára afmælið þitt.“

„Og hann elskaði þetta og það var þá sem ég áttaði mig á að ég þarf að gera þetta 13 sinnum. Ég er að verða blönk! Þrettán sinnum.“

Jenner sagðist þó gleðjast mjög yfir að hitta barnabörnin sín, helst daglega. „Í lok dagsins þegar ég er að búa mig undir háttinn, þá segi ég: „Hversu mörg af barnabörnunum mínum fékk ég að sjá í dag?“ Og það er eitthvað sem ég geri daglega, ég tel. Í gær var ég á skrifstofu Kim og nokkur af barnabörnunum mínum komu inn og voru að labba framhjá og ég var alveg: , „Eitt, tvö, þrjú….“, að reyna að telja til að sjá hversu langt ég kæmist.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Kris Jenner (@krisjenner)

Barnaskarinn mikli

Mason er elsta barn Kourtney með fyrrverandi manni hennar Scott Disick. Þau eiga einnig dótturina Penelope, 11 ára, og soninn Reign, átta ára. Í nóvember tók hún á móti fyrsta barni sínu með eiginmanninum Travis Barker, syninum Rocky.

Kim á einnig fjögur börn, öll frá hjónabandi hennar og Kanye West: dæturnar North tíu ára og Chicago, sex ára, og synina Saint, átta ára, og Psalm, fjögurra ára.

Khloe á dótturina True, fimm ára, og soninn Tatum, 19 mánaða, með sínum fyrrverandi Tristan Thompson. Kylie Jenner á dótturina Stormi, sex ára, og soninn Aire, tveggja ára, með sínum fyrrverandi, Travis Scott.

Rob Kardashian dótturina Dream, sjö ára, með sinni fyrrverandi, Blac Chyna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram