Manchester City hefur fengið´fleiri slæmar fréttir fyrir stórleik helgarinnar gegn Arsenal.
John Stones, varnarmaður Englands, fór meiddur af velli í gær er England spilaði við Belgíu í vináttuleik.
Stones er lykilmaður í hjarta varnarinnar hjá City sem spilar við Arsenal 15:30 á sunnudaginn í toppslag.
Óvíst er hversu alvarleg meiðsli Stones eru en góðar líkur eru á að hann missi af þessum risaleik.
Fréttirnar koma stuttu eftir að bakvörðurinn Kyla Walkes meiddist í sama landsliðsverkefni.